Lines Matching refs:er

5 Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar i heiminum.
7 Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt haft í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvizku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis , trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf afkomu.
11 Það er mikilsvert að efla vinsamleg samskipti þjóða í milli.
17 Til þess að slík samtök megi sem best takast, er það ákaflega mikilvægt, að almennur skilningur verði vakinn á eðli slíkra réttinda og frjálsræðis.
19 Fyrir því hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fallizt á mannréttindayfirlýsingu þá, sem hér með er birt öllum þjóðum og ríkjum til fyrirmyndar. Skulu einstaklingar og yfirvöld jafnan hafa yfirlýsingu þessa í huga og kappkosta með fræðslu og uppeldi að efla virðingu fyrir réttindum Þeim og frjálstræÞi, sem hér er að stefnt. Ber og hverjum einum að stuðla Þeim framförum, innan ríkis og ríkja í milli, er að markmiðum yfirlýsingarinnar stefna, tryggja almenna og virka viðurkenningu á grundvallaratriðum hennar og sjá um, að Þau verði í heiðri höfó, bæði meðal Þjóða aðildarríkjanna sjálfra og meðal Þjóða á landsvæðum Þeim, er hlita lögsögu aðildarríkja.
22 Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvizku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.
27 Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
39 Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á að vera viðurkenndir aðilar að lögum.
45 Nú sætir einhver maður meðferð, er brýtur í bága við grundvallarréttindi þau, sem tryggð eru í stjórnarskrá og lögum, og skal hann þá eiga athvarf hjá dómstólum landsins til þess að fa hlut sinn réttan.
51 Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur, eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta fulls jafnréttis við aðra menn um réttláta opinbera rannsókn fÞrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.
54 1. Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athæfi, skal telja saklausan, unz sök hans her sönnuð lögfullri sönnun fÞrir opinberum dómstóli, enda hafi tryggilega verið búið um vörn sakbornings.
56 2. Engan skal telja sekan til refsingar, nema verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er borinn, varði refsingu að landslögum eða þjóðarétti á þeim tíma, er máli skiptir. Eigi má heldur dæma hann til þyngri refsingar en þeirrar, sem að lögum var leyfð, þegar verknaðurinn var framinn.
64 2. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns.
69 2. Enginn má þó skírskota til slíkra réttinda, sem lögsóttur er með réttu fyrir ópólitísk afbrot eða atferli, er brýtur í bága við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna.
81 3. Fjölskyldan er í eðli sínu frumeining þjóðfélagsins, og ber þjóðfélagi og ríki að vernda hana.
100 1. Hverjum manni er heimilt að taka þátt í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa frjálsum kosningum.
114 3. Allir menn, sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum réttlátt og hagstætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæm lífskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vernd, ef þörf krefur.
127 1. Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti barnafræðsla og undirstöðummentu. Börn skulu vera skólaskyld. Iðnaðar- og verknám skal öllum standa til boða og æðri menntu vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfileika hafa til að njóta hennar.
134 1. Hverjum manni ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi þeirra gæða, er af þeim leiðir.
136 2. Hver maður skal njóta lögverndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki, sem hann er höfundur að, hverju nafni sem nefnist.
139 Hverjum manni ber réttur til þess þjóðfélags- og milliþjóðaskipulags, er virði og framkvæmi að fullu mannréttindi þau, sem í yfirlýsingu þessari eru upp talin.
149 Ekkert atriði þessarar yfirlýsingar má túlka á þann veg, að nokkru ríki, flokki manna eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það, er stefni að því að gera að engu nokkur þeirra mannréttinda, sem hér hafa verið upp talin